145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:29]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mjög athyglisvert að stjórnarmeirihlutinn hefur ekki áhuga á [Kliður í þingsal.] (Forseti hringir.) að ræða húsnæðismál, sem ætti að vera hagsmunamál allrar þjóðarinnar, sem ætti að vera stjórnarmeirihlutanum efst í huga, [Kliður í þingsal.] þetta gríðarlega … Virðulegi forseti, það er náttúrlega ekki í lagi hvernig menn hegða sér í þingsalnum. Það er með ólíkindum að stjórnarmeirihlutinn skuli ekki vilja ræða alvörumál. Við erum einfaldlega að biðja um að á þeim stutta tíma sem eftir er fram að jólum verði sett í forgang mál sem skipta þjóðina máli og eru alvöruþjóðþrifamál. Það er svolítið sérkennilegt að húsnæðismálin séu slík afgangsstærð í huga þessarar ríkisstjórnar að menn séu ekki tilbúnir að þiggja boð stjórnarandstöðunnar um að setja þau fremst á dagskrá, um að ræða þau fyrst. Það er það sem við leggjum upp með. Það er enginn að mæla gegn því að Þróunarsamvinnustofnun verði afgreidd þegar röðin kemur að því máli, en af hverju byrjum (Forseti hringir.) við ekki á því sem mestu skiptir?