145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:31]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er vægast sagt dálítið sérstakt að upplifa hæstv. ráðherra gera að aðalatriði karp um samkomulag sem gert var og þar sem orð stendur á móti orði um það nákvæmlega hvernig og í hvaða röð mál verða tekin fyrir í vinnu okkar. Á þessum tíma þegar við erum að nálgast jól og erum komin langt fram úr starfsáætlun er dálítið sérstakt að þetta sé það sem er þeim efst í huga.

Tillaga okkar er einfaldlega um að reyna að hjálpa til þess að forgangsraða í störfum þingsins núna fram að jólum eða jafnvel áramótum. Við vitum að tíminn styttist og það eru mörg mikilvæg mál fram undan.

Það er nú bara þannig því miður að samtalið innan þingsins og milli flokka, milli meiri hluta og minni hluta hefur verið mjög takmarkað. Þess vegna erum við að reyna að sýna ábyrgð með því að taka þátt í því að forgangsraða störfunum hérna þannig að við komum nú einhverju í verk fyrir áramót.