145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:47]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég legg til að við snúum okkur beint að þeirri dagskrá sem lögð var fyrir þennan fund og hættum að eyða tíma í þessa dagskrártillögu. Ef við gerum það höfum við meiri tíma til í að ræða þau mál sem eru á dagskrá dagsins og þá er mun líklegra að við náum að komast að húsnæðisfrumvörpunum og náum því markmiði sem við hljótum öll að vilja stefna að, að ná inn frumvarpi um húsnæðisbætur, frumvarpi um almennar íbúðir og frumvarpi um húsaleigulög sem öll eru á dagskrá dagsins. Ég legg til að við hv. þingmenn nýtum tímann og einbeitum okkur að dagskránni og komumst yfir það sem þar er.