145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:50]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér ræðum við um framgang þingsins, hvernig við ætlum að klára málin og koma málum áfram. Ég verð að játa að upplifun mín er ekki sú að hér séu menn að liðka fyrir þingstörfum. Það er þá einhver annar þráður sem menn eru í í þessu lífi en ég ef sú er upplifunin hjá einhverjum. Málið sem um ræðir er Þróunarsamvinnustofnun sem virðist setja allt í hnút. Í vor var ákveðið að taka það út af lista. Allir þingflokksformenn settu stafi sína á blað við það að það yrði tekið fyrir strax í upphafi september og afgreitt svo hratt og vel samkvæmt samtali, eins og um var rætt. Við það hefur ekki verið staðið. Málið kom inn á fyrsta degi þingsins, hefur fengið gríðarlega mikla og góða umfjöllun líkt og hv. þm. Birgir Ármannsson fór yfir þannig að ég held að mál sé að linni. Við afgreiðum það mál og göngum svo í málin sem við eigum hér eftir. Ég vona að við berum gæfu til þess að vinna hratt, vel og örugglega.