145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:03]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þegar vísað var í samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu kölluðu stjórnarandstæðingar: Sýnið okkur þetta samkomulag! og vildu fá að vita hvar það væri og hvernig það liti úr. Svo fóru þau að kannast við það og sögðu að það hefði verið samkomulag um að málið kæmi til umræðu eftir fjárlagaumræðuna en ekki hvenær, sem er náttúrlega fáránlegt. Síðan sögðu þau líka og bættu um betur að það hefði jú verið samkomulag um að stjórnarmeirihlutinn fengi að leggja málið fram í september. Svo kom einn hv. þingmaður og hann mundi eftir hinu skriflega samkomulagi og vísaði þar til orðsins „september“ en hann túlkaði það þannig að það hefði einmitt verið þetta „leyfi“ sem stjórnarandstaðan veitti stjórnarmeirihlutanum til þess að fá að leggja málið fram.

Ég starfaði eitt sinn sem lögmaður og ég kynntist ýmsu, en ég hef aldrei á ævi minni kynnst ósvífnari túlkun á skriflegu (Forseti hringir.) samkomulagi, (SII: Lestu samkomulagið.) (Gripið fram í.) Að hlusta á stjórnarandstöðuna hér. (Gripið fram í: Lestu samkomulagið.) Þetta er með algjörum eindæmum, (Forseti hringir.) virðulegi forseti. Þetta mál er margrætt. Það er hægt að klára það hér á (KaJúl: Þú hefur ekki séð það.)einni, tveimur klukkustundum (Forseti hringir.) og svo förum við í húsnæðismálin. (KaJúl: Þú hefur ekki lesið það.)

(Forseti (EKG): Forseti vill … [Háreysti í þingsal.] (Forseti hringir.) Forseti flytur nú endurtekið efni frá því í atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi. Það er lágmarkskrafa að minnsta kosti að frammíköllum ljúki þegar hv. þingmenn eru farnir úr ræðustólnum.)