145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:05]
Horfa

Hanna Birna Kristjánsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég veit að þetta ætlar að taka eitthvað lengri tíma heldur en efni og ástæður eru kannski til, en ég ætlaði að leggja til líkt og aðrir að við færum nú að drífa okkur í umræðu um þetta mál. Menn tala hér um, og það er kannski lærdómurinn af þessu, að það sé til samkomulag og við vitum það öll. Ég hef margsinnis séð það og ég hef lesið það nákvæmlega. Ef menn eru að setja niður samkomulag eins og þarna var gert og undirritað það, setja stafina sína við það þá er tilgangslaust … (Gripið fram í.) — Ég skal láta senda þér það, hv. þingmaður. (Gripið fram í: Lestu það.) Þá er hægt að sjá að þar kemur fram að talin eru upp ákveðin frumvörp. Til hvers voru þau talin upp en ekki önnur og sett ákveðin tímasetning við það? Til hvers var það gert? Þá þurfa menn að átta sig á því til hvers nokkur frumvörp voru nefnd og sett við það tímasetning? Það er vegna þess, og ég ítreka að það … (Gripið fram í.) Ég skal láta senda samkomulagið. (Forseti hringir.) Mér þætti vænt um, forseti, ef hægt væri að klára (Forseti hringir.) málið.

Það er annars vegar það samkomulag sem er undirritað. Það er undirritað. Síðan er hins vegar munnlegt samkomulag um að (Forseti hringir.) farið sé í málið á ákveðnum tímapunkti. Lærdómurinn af þessu öllu, 50 klukkustundunum sem við höfum eytt í þessum sal í að tala um mál sem stjórnarandstaðan var að ræða um að við ættum að tala um, þ.e. það sem almenningur væri að (Forseti hringir.) tala um, við ættum að skynja fólkið þarna úti. (Forseti hringir.) Halda menn í alvöru að almenningur sé að tala sig hásan um formbreytingu á Þróunarsamvinnustofnun Íslands? (Forseti hringir.) Halda menn það í alvöru? Við erum … [Háreysti í þingsal.] Við erum hins vegar búin að eyða … (Forseti hringir.) [Kliður í þingsal.] (Forseti hringir.) Við erum búin að eyða í þetta mál (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) 50 klukkustundum í umræðu hér (Gripið fram í.) á þinginu. Við erum búin (Forseti hringir.) að ræða það á 16 fundum (Forseti hringir.) utanríkismálanefndar, á 16 fundum (Gripið fram í.) utanríkismálanefndar, og nú (Gripið fram í.)er komið að þinglegri meðferð. Nú er komið að því að klára þinglegu meðferðina (Gripið fram í.)að ljúka málinu og greiða um það atkvæði og fara að ræða málin sem (Forseti hringir.) hv. stjórnarandstöðu þykir svo mikilvægt að ræða og almenningur er að tala (Forseti hringir.) um. Almenningur er ekki búinn að ræða um málið eins og stjórnarandstaðan (Forseti hringir.) er búin að gera hér og svo tala menn um að þetta sé málefni eins ráðherra. Þetta er málefni (Forseti hringir.) ríkisstjórnarinnar. Ef þetta málþóf snýst um eitthvað þá snýst það um það að virðulegur og fyrrverandi (Forseti hringir.) hæstv. utanríkisráðherra (Forseti hringir.) vill koma í veg fyrir málið.