145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

Ríkisútvarpið.

[11:29]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrirheitið sem hæstv. menntamálaráðherra gaf stjórn stofnunarinnar var um óbreytt útvarpsgjald og að hann nyti í því efni stuðnings hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra. Hæstv. forsætisráðherra kemur síðan hér upp og segir að mál verði að njóta stuðnings í stjórnarflokkunum. Er það þá þannig að hæstv. forsætisráðherra getur ekki sannfært sína eigin liðsmenn um þetta mál eða er hæstv. forsætisráðherra svo hverflyndur að hann er búinn að skipta um skoðun frá því í apríl? Ef hann telur enn þá að gera þurfi betur fyrir Ríkisútvarpið, hvað hyggst hann gera? Eða á að túlka svar hans þannig að hann telji nóg að gert og ætli að ganga gegn samstöðunni sem var mynduð í stjórn Ríkisútvarpsins, þvert á alla flokka, um óbreytt útvarpsgjald og traustar rekstrarforsendur fyrir þessa mikilvægu stofnun til framtíðar?