145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[17:30]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir þetta svar. Við erum augljóslega að hlaupa lokametrana í þessari löngu umræðu um Þróunarsamvinnustofnun. Við hefðum að sjálfsögðu kosið að málalyktir yrðu á annan veg en nú blasir við en ég minni á að atkvæðagreiðslu um málið er enn ekki lokið. Ég hef sett mig að nýju á mælendaskrá og mun flytja mjög stutta ræðu um mat mitt á þeirri stöðu sem nú er uppi og læt lokið þessu andsvari.