145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[10:36]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þær umræður sem hafa orðið um þetta frumvarp sem er verið að greiða hér atkvæði um. Það sem við munum vonandi sjá hér fljótlega er að sameinuð stofnun mun geta tekið til starfa og farið að sinna þessum mikilvæga málaflokki. Markmið okkar er að gera gott betra og gera enn þá betur, nýta betur þá fjármuni og það flotta starfsfólk sem er að sinna þróunarmálum, bæði í Þróunarsamvinnustofnun og ráðuneytinu. Breytingartillagan sem hér verða greidd atkvæði um er því miður ekki til þess fallin að breyta því fyrirkomulagi sem er í dag. Í rauninni er hún til þess að ramma áfram inn það fyrirkomulag þannig að breytingartillagan þýðir í sjálfu sér litla breytingu á þeirri starfsemi sem er í dag. Þess vegna geta stjórnarflokkarnir ekki samþykkt hana.

Það er hins vegar ánægjulegt að geta sagt frá því að eftir þær aukningar sem við höfum séð, t.d. til flóttamanna og annarra verkefna sem eru sett inn í fjárlög, (Forseti hringir.) munum við hækka úr 0,21 í sirka 0,25 prósentulega sem er meðal annars vegna þessa.