145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[10:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er ljóst að það er alger umbylting varðandi þróunarsamvinnu til verri vegar hjá þessari ríkisstjórn og það er dapurlegt. Það er dapurlegt að þegar við erum að tala um stofnun sem hefur notið mikillar virðingar fyrir fagmennsku skuli vera knésett á þennan hátt. Mér finnst það mjög sorglegt. Við í minni hlutanum höfum reynt að benda á gallana og koma með einhvers konar millileið undir forustu hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar en við því hefur ekki verið brugðist. Enn og aftur upplifum við hið hefðbundna, meiri hlutinn ræður, alveg sama hvað.