145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[10:56]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessum málalokum. Ég fagna því að kraftar þeirra sem vinna að þróunarmálum séu sameinaðir undir einni stjórn, að allir rói í eina átt, að kraftar og kunnátta verði nýtt betur en áður var. Þetta er stórt skref fram á við og ég óska utanríkisráðherra, utanríkisráðuneytinu og starfsmönnum Þróunarsamvinnustofnunar til hamingju og óska þeim allra heilla í störfum sínum. Ég veit að þetta verður til gæfu og til þess að kraftar þeirra sem sinna þessum störfum á Íslandi munu nýtast betur, (Gripið fram í.) er þess vegna hæstánægður (Forseti hringir.) og segi — fæ ég frið með atkvæðaskýringu, herra forseti? Geta menn ekki haft stjórn á sér hér?

Ég segi já.