145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[10:57]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Þetta mál sem hér eru greidd atkvæði um hefur verið lengur á dagskrá en elstu menn muna, tvö þing, og umræður lengri en ég þekki í jafn lítilvægu máli. Ég játa enn og nú að ég skil ekki neitt í þessu máli. (Gripið fram í: Samt segirðu já.) Ég læt mig hafa það að segja já af einfaldri ástæðu, af góðmennsku minni við utanríkisráðherra, og ég vænti þess að góðmennska mín við hann leiti dýpra niður. Hér er ekki um óafturkræfa framkvæmd að ræða, það er ekki verið að sprengja upp álfakirkju, og ef þetta reynist illa er hægt að snúa til baka.

Ég læt mig hafa það að segja já. Takk fyrir. (Gripið fram í: … til baka.) [Kliður í þingsal.]