145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[11:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér hefur verið rétt fram sáttarhönd til að reyna að ná einhverju sem menn telja sig geta unað við um framtíðarskipan þessara mikilvægu mála. Það er náttúrlega slegið á þá hönd sem er í anda valdhroka og óbilgirni þessarar ríkisstjórnar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)