145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:07]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi kristallast um margt ólík sýn á skattamál. Við munum ekki styðja, heldur greiða atkvæði gegn þeirri tekjuskattsbreytingu sem lögð er til í frumvarpinu vegna þess að hún er ekki skynsamleg. Það er hægt að koma með aðrar betri og heppilegri skattalækkanir á þessum tímapunkti sem eru ekki þensluhvetjandi. Það væri hægt að verja sama fé til lækkunar tryggingagjalds og styðja þannig við getu fyrirtækja til að standa undir greiðslu hærri launa og fjölga starfsfólki. Hér er óskynsamlega forgangsraðað. Við munum styðja einstaka þætti þessara breytinga sem falla að grundvallarstefnu okkar í Samfylkingunni um lægri tolla og úrbætur í kjörum öryrkja sem er að finna í þessum breytingum en að öðru leyti sitja hjá.