145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:12]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hvað varðar tekjuskattskerfið tel ég að þessar aðgerðir séu fyrst og fremst ekki á heppilegum tíma. Við píratar höfum tilhneigingu til að hlusta á atkvæðaskýringar og draga að einhverju leyti ályktanir af þeim.

Hvað varðar þessa einföldun á tekjuskattskerfinu verð ég að segja fyrir að minnsta kosti sjálfan mig að það að lækka skatta er ekki eina leiðin til að einfalda skattkerfið, síst þegar sú aðgerð er þensluhvetjandi, sér í lagi á tímum eins og þessum þegar uppgangur er í efnahagnum.

Þetta er rangur tímapunktur, það er það helsta sem ég tek til greina þegar ég dreg ályktun um þetta.