145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:17]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í stuttri ræðu áðan sagði ég að við fögnuðum einu og öðru í þessu frumvarpi þó að við værum ósammála stóru línunum, en hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson er ekki að hlusta núna. Ég ætla að mæta sjónarmiðum hans hér og nú um að enginn hafi fagnað því að verið væri að afnema tolla. Við fögnum því í Bjartri framtíð og gerum það í nefndaráliti okkar. Hins vegar bendum við á að okkur finnist skrýtið að ekki sé verið að afnema tolla af mat og af hverju ekki séu stigin skref í að afnema tolla af þeirri mikilvægu neysluvöru.

Við fögnum því líka að verið er að hækka frítekjumark af leigutekjum, okkur finnst það mjög gott skref. Ég kom hingað til að vera jákvæður en fagna því líka að ferðamannaleiðsögn fer niður í 11% í virðisaukaskatti til að minnka flækjustig.

Ég tók hins vegar eftir því að hv. þingmaður fagnaði því ekki. Er hann á móti því?