145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:21]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er hárrétt að hér kristallast munur vinstri manna og hægri manna í skattamálum, það er kristaltært, en það er hins vegar rosalega dapurlegt þegar rætt er um að fella brott miðtekjuskattsþrepið sem gert er í tengslum við kjarasamninga að hlusta á vinstri menn (Gripið fram í: Rétt.) sem oftar en ekki vilja standa vörð um það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að gera. Þetta er samkomulagsatriði — (ÁPÁ: Hvaða verkalýðshreyfing …?) þetta er samkomulagsatriði — (Forseti hringir.) (ÁPÁ: Það er rangt.)

Virðulegur forseti. Það er ekki skrýtið þótt hv. formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, mislíki það sem ég segi — (Gripið fram í.)það er ekki rangt. (ÁPÁ: … verkalýðshreyfingunni …)(Gripið fram í: ASÍ.) Er ekki rétt að þú farir (Forseti hringir.) í pontu, hv. þingmaður, eða þegir á meðan maður talar?

Virðulegur forseti. Hér grundvallast ágreiningur um pólitískar leiðir að markmiðum á milli hægri og vinstri manna. (Forseti hringir.) Við stöndum fyrir skattalækkanir, afnám tolla, afnám vörugjalda (Gripið fram í.) og stöndum ekki vörð um bull, hv. þm. Árni Páll Árnason. (ÖJ: Þið viljið sjúklingagjöld. Þið viljið skattleggja sjúklinga.) Reynið að þegja smástund á meðan aðrir tala. Farið í pontu. (ÖJ: Það er ykkar stefna.)