145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:23]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er undarlegt að forseti þurfi ekki einu sinni á dag heldur margoft á dag að áminna þingmenn um að gefa að minnsta kosti þeim þingmönnum sem hafa eina mínútu til að gera grein fyrir atkvæði sínu eða taka til máls um atkvæðagreiðsluna næði, þótt ekki sé nema þessa einu mínútu, og halda síðan ekki stöðugt áfram eftir að þessum stuttu ræðum er lokið. Þeir halda stöðugt áfram með frammíköll og gjamm úti í þingsalnum eftir það. Forseti kann ekki að meta þetta og er orðinn þreyttur á því að þurfa stöðugt (Gripið fram í.) að áminna um þetta. Hann beinir orðum sínum til allra þingmanna og hefur margoft sagt þetta undir ræðum og eftir ræður einstakra þingmanna. (Gripið fram í.)

Það á að sjálfsögðu við um talsmátann og forseti hefur sömuleiðis margoft rætt það hér.