145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:24]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Skattstefna ríkisstjórnarinnar er í þágu þeirra efnameiri í landinu og eykur misskiptingu í þessu þjóðfélagi. Það er bara hinn kaldi veruleiki og þegar menn afsala sér tekjum með þessum hætti þýðir það það að við höfum ekki efni á að hækka bætur aldraðra og öryrkja, við höfum ekki efni á að bæta ástandið á Landspítalanum, ekki efni á að bæta innviði samfélagsins og byggja upp vegasamgöngur í landinu vegna þess að skattar í þjóðfélaginu með þrepaskiptu skattkerfi eru aðgöngumiði að því að byggja upp öflugt velferðarsamfélag. Það verða hægri menn að skilja. Það er sorglegt að sjá að hægri menn eru að brjóta niður þetta velferðarkerfi með því að breyta skattkerfinu í þá átt að það er í (Forseti hringir.) þágu þeirra efnameiri en gegn þeim efnaminni.