145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:25]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er svo sem engin ástæða til að æsa sig en mér finnst merkilegt að hæstv. fjármálaráðherra tali um öfgavinstridólgastefnu, held ég að hann hafi sagt, (Fjmrh.: Til að svara …) þegar um er að ræða umræðu sem meðal annars OECD hefur staðið fyrir. Hæstv. ráðherra sagði áðan að þetta snerist um að stækka kökuna, en hvað sýnir skýrsla OECD frá desember 2014? Hún sýnir að framsækið skattkerfi sem eykur tekjujöfnun í samfélaginu veldur líka meiri vexti í samfélaginu. Ég hef enn ekki heyrt svör hæstv. ráðherra eða hv. þingmanna stjórnarmeirihlutans við þessari skýrslu eða fyrirætlanir þeirra við tilmælum OECD til aðildarríkja sinna um að taka tillit til þessa og skoða í sinni efnahagsstefnu. (Gripið fram í.) Það er bara talað um öfgadólga. Gott og vel, væri ekki æskilegt, (Forseti hringir.) herra forseti, að við gætum átt málefnalega umræðu um þetta?