145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:33]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við göngum hér til atkvæðagreiðslu um forsendur fjárlaga fyrir árið 2016. Varðandi þær skattalækkanir og þá skattapólitík sem birtist í þessu frumvarpi og við erum að fara að greiða atkvæði um eigum við að fagna því að hér eru stjórnvöld að koma til móts við aðila vinnumarkaðar, lækka skatta og styðja við atvinnulífið í að bæta lífskjör í landinu. Það er það sem þessi fjárlög snúast um sem og forsendur fjárlaga.