145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:36]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um áfanga í því að fækka skattþrepum. Eins og komið hefur fram í okkar ræðum leggjumst við gegn þessum breytingum á skattkerfinu og greiðum því atkvæði gegn þessari tillögu út frá þeim tekjujöfnunarsjónarmiðum sem við höfum farið yfir. Við munum líka leggjast gegn þeim þar sem þær koma fyrir síðar í þessu frumvarpi. (VigH: Segirðu nei?)