145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:40]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Varðandi greinina sjálfa, liði a–c, fagna ég þessum breytingum til einföldunar og skattalækkunar, aukinnar ráðstöfunargetu og meiri kaupmáttar til handa heimilunum. Þær breytingartillögur sem meiri hlutinn leggur til en við köllum til baka til 3. umr., það eru 1. og 2. töluliður, snúa að samsköttun. Í mjög góðri 2. umr. um málið kom fram að ekki hefði mikið verið rætt í nefndinni um kynjaða fjárlagagerð, bara ekki neitt, og við viljum auðvitað sýna fordæmi í því efni. Meiri hlutinn ákvað því að kalla þetta til baka á milli umræðna og fá fund um það málefni þannig að við getum staðið sem best að því.