145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:42]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta er mjög gott mál, við fögnum því. Það er engin ástæða til að skattleggja leigutekjur með þessum hætti og það er hægt að halda því fram að sá kostnaður fari út í verðlagið og bitni á neytendum. Auðvitað þarf samkeppni að vera til staðar til að leiguverð lækki, við vitum það, og vonandi nær hæstv. félagsmálaráðherra sínum málum í gegn. Við styðjum hana í því.

Þetta er gott mál og við greiðum atkvæði með því.