145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:46]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér á Alþingi samþykktum við í fjárlögum í fyrra ákveðna upphæð á barnabótum. Af henni var 600 milljónum skilað til baka í fjáraukalögum fyrir þetta ár. Það er kannski von til þess að með því að hækka viðmiðunarmörkin eins og við leggjum hér til komist þær barnabætur sem við höfum samþykkt í fjárlagafrumvarpinu til þess fólks sem við viljum að þær fari til en lendi ekki aftur í ríkissjóði. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)