145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:49]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Einfaldara skattkerfi er ekki sjálfkrafa réttlátara skattkerfi. Þær skattbreytingar sem hv. stjórnarþingmenn eru að samþykkja hér kosta 5,5 milljarða á árinu 2016. Þær nýtast best fólki sem er með kjör á við okkur alþingismenn, við fáum 6 þús. kr. út úr þessari skattalækkun en þeir sem eru með lægri laun fá minna og þeir sem eru með lægstu laun ekki neitt. Þetta er forgangsverkefni hjá hægri stjórninni og á meðan eru aldraðir og öryrkjar hópur sem er haldið undir lágmarkslaunum og Landspítalinn er sveltur. Það er skömm að þessu.