145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:56]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Áðan var auglýst eftir skattalækkunarstuðningi af hálfu Samfylkingarinnar. Hér sjá menn hann. Við höfum talað fyrir lækkun tolla á nauðsynjavörur alla tíð. Við höfum verið í þeirri sérkennilegu stöðu þegar við höfum fengist við þau nátttröll sem verma nú ríkisstjórnarbekkina að þegar kemur að lækkun tolla á matvöru hefur aldrei mátt ræða það. Það er aldrei rétti tíminn til að lækka skatta þegar kemur að því að lækka þær álögur á heimilin í landinu hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Og ég held (Gripið fram í.) að menn ættu að hugleiða af alvöru hvort ekki sé núna kominn tími til þess þegar við höfum stutt ríkisstjórnarflokkana í að hreinsa til í vörugjaldafrumskóginum og núna lækka tolla. Hafa þessir stjórnarflokkar lengur einhverja afsökun fyrir ofurtollakerfi á matvöru?