145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:58]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Í þessari atkvæðagreiðslu og hinni fyrri er verið að greiða úr flækju sem hefur verið viðvarandi í virðisaukaskattskerfinu um langt skeið, þeirri flækju að áfengi var í hærra virðisaukaskattsþrepi og mögulega sódavatnið sem áfengi var blandað í í sama glasinu var í lægra virðisaukaskattsþrepinu. Þetta skapaði mikla flækju. Hér er verið að greiða úr því með því að hækka áfengisgjöldin og síðan á eftir verður áfengið fært niður í neðra þrep í virðisaukaskatti þannig að þetta kemur út á eitt. Hér er verið að greiða úr flækju og nefndin vann ágætlega að því.

Björt framtíð styður þetta. Þó að ég hafi almennt ekki verið fylgjandi hækkun áfengisgjalda er ég það núna.