145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[12:15]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Það er með mikilli ánægju sem ég greiði þessari tillögu atkvæði. Hér er farið í átt að samkomulagi sem gert var við þjóðkirkjuna og önnur skráð trúfélög eftir atvikum í hruninu. Hér er stigið skref til baka til að standa fullkomlega við það samkomulag sem gert var á sínum tíma við þjóðkirkjuna. Hér er sem sagt verið að hækka gjald til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga, það skal vera 898 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri og þess vegna segi ég já og fagna þessu. Ég tel að við eigum við næstu fjárlagagerð að stíga skrefið til fulls og standa við þetta samkomulag.

Við kristilegir demókratar segjum að sjálfsögðu já. (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.]