145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[12:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Hér ræðum við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2015. Raunverulega fór ég sjálf fram á það að málið kæmi inn í hv. fjárlaganefnd á milli umræðna. Málið var tekið þar á dagskrá. Engar breytingartillögur eru frá meiri hluta fjárlaganefndar. Því kemur þingskjalið svo breytt til þingsins eins og það var eftir atkvæðagreiðslu við 2. umr. og lagt er til að frumvarpið verði samþykkt eins og það stendur nú.