145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[16:27]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er í sjálfu sér alveg rétt sem hv. þingmaður sagði, að þeir vernduðu þá sem voru með lökust kjörin. Ég er alveg sammála því, það er alveg rétt og ég hef sagt það í þessum stól. (Gripið fram í.) Það breytir því ekki að þeir skertu kjör stórra hópa aldraðra og öryrkja. (ÖS: Já, já.) Það liggur alveg fyrir.

Hitt atriðið sem ég minntist á hér áðan er að hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur ítrekað komið hér upp og talað um opnun nýs sendiráðs í Frakklandi. Hann talaði áðan um lúxusstofnun í Strassborg. Hvaða lúxusstofnun er það? Það er verið að tala um að opna eina skrifstofu hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Sú skrifstofa er til. Við borgum fyrir hana. Hún er tilbúin. Það er skrifborð þar. Það er tölva þar. Það verið að tala um að hafa einn mann þar. Er þetta lúxusskrifstofan og sendiráðið sem á að opna í Frakklandi? Af hverju förum við ekki bara rétt með, hv. þingmaður sem er þess utan fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands?