145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[17:16]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú hefði ég gjarnan viljað eiga meiri tíma í andsvar en eina mínútu til að fara yfir þessa hagfræði. Þetta snýst einfaldlega um það að af öldruðum og öryrkjum er verið að hafa um 11–12 þús. kr. eftir skatt í sjö mánuði á ári, tæplega 80 þús. kr. eftir skatt. Það er sú upphæð sem aldraðir og öryrkjar hefðu átt að fá í eingreiðslu núna um þessar mundir, greidda út. Um það sem hv. þingmaður talar svo um, meðferð fjárlaganefndar og hækkun frá frumvarpi ríkisstjórnar úr 9,4% í 9,7% og þá hagfræði, þá verð ég bara að spyrja eins og áðan, hvað er þetta mikil upphæð? Þetta eru 300 kr. Hvað kostar kók og pylsa í dag? Ég veit það ekki en ég held að það kosti meira. Þetta er nú þær ölmusugjafir sem ríkisstjórnin telur sig vera að koma með milli umræðna um fjárlögin. Hækkunin þarna sem er út frá einhverri annarri hagvaxtarspá en ríkisstjórnin hafði er 300 kr.

Aðalatriðið er þetta: Ríkisstjórnarflokkarnir hafa neitað að greiða afturvirkar (Forseti hringir.) greiðslur til þessara hópa eins og annarra og það er verið að hýrudraga þá um um það bil 80 þús. kr. eftir skatt í dag.