145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

húsnæðisbætur.

407. mál
[20:22]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Umsögn fjármálaráðuneytisins er mjög ítarleg og mjög góð að mörgu leyti, en maður skynjar líka í henni svolitla andstöðu. Nú hafa húsaleigubætur ekki hækkað neitt á þessu kjörtímabili og frumvarpið mun augljóslega ekki taka gildi 1. janúar en segjum sem svo að við gætum afgreitt það hratt og vel í nefndinni og afgreitt það út, ef við höfum stuðning í það, þá er ég með tvær svolítið ólíkar spurningar sem skipta máli hvor fyrir aðra. Annars vegar: Telur ráðherra sig hafa fullan stuðning Sjálfstæðisflokksins til að afgreiða eitthvað af þessum málum út úr þingflokki sínum með fyrirvara? Og hvað tekur það langan tíma fyrir nýtt kerfi að byrja að funkera þegar búið er að samþykkja lögin?(Forseti hringir.) Þessar breytingar gerast ekki yfir eina nótt, en sirka hversu langan tíma þarf til þess að kerfið geti byrjað að virka eftir að lögin hafa verið samþykkt á Alþingi?