145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

húsaleigulög.

399. mál
[21:44]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka þingmanninum fyrir ræðu hennar. Það er rétt sem hún segir að þetta eru stór mál. Það skiptir máli að við vöndum meðferð málanna í þinginu. Þingmenn og náttúrlega samfélagið í heild þurfa að fá tækifæri til að skila inn álitum sínum og umsögnum varðandi málið. Ég vil samt sem áður minna á að þetta er hluti af forsenduákvæðum kjarasamninga. Kjarasamningar koma til endurskoðunar í febrúar. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að við náum að ljúka málinu fyrir þann tíma. Þingið hefur svo sannarlega sýnt að það getur unnið vel en líka hratt í svona stórum málum. Ég vonast einnig til að sá mikli undirbúningur og það mikla samráð sem hefur átt sér stað við þessi frumvörp skili sér í vinnslu þingsins.