145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

húsaleigulög.

399. mál
[21:45]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú beindi hæstv. ráðherra ekki beinlínis spurningu til mín og ég verð að viðurkenna að ég kann ekki betur á kerfið en svo að ég taldi mér skylt að svara. En ég vil þá segja í lokin að auðvitað vona ég að hv. velferðarnefnd gangi vel í þessari vinnu. Ég hef í rauninni ekkert meira um það að segja en ítreka að þó svo að mikilvægt sé að vinna hratt í þessu máli er engu að síður gríðarlega mikilvægt að vinna vel. Tel ég mig þá hafa brugðist við andsvari hæstv. ráðherra með þessu stutta innleggi.