145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

Seðlabanki Íslands.

420. mál
[22:09]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Jú. Þetta er eitt af mínum megináhyggjuefnum við þetta mál. Samráðið er bara kynning. Það varðar bara áhrifin af því að eignirnar hafi verið seldar á fjármálalegan stöðugleika. Kynningin fer ekki fram á fyrri stigum. En mér fannst hæstv. ráðherra segja áðan að hann væri mjög reiðubúinn til að hv. efnahags- og viðskiptanefnd skoðaði það að breyta því. Og ég teldi eins og ég sagði áðan í máli mínu að það væri eðlilegt að ferlið væri kynnt, ekki aðeins fyrir efnahags- og viðskiptanefnd en líka þar, ferlið væri líka kynnt á Alþingi öllu. Ef við meinum eitthvað með því að hér eigi að gilda gagnsæi í öllu þessu ferli gerist það best með því að það sé kynnt fyrir Alþingi og alþingismenn hafi einhverja hugmynd og sannfæringu fyrir því að þetta verklag sé í lagi. Ég tek því undir hugmyndir hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar um þau mál.