145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:54]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Einu sinni var viðkvæðið: Gjör rétt, líð ei órétt. Það er alveg auðséð á atkvæðatöflunni núna að þetta gamla viðkvæði er týnt og tröllum gefið. Nú hafa stjórnarliðar fengið annað tækifæri til að breyta órétti í rétt, með því að aldraðir og öryrkjar fái að njóta sömu kjaraleiðréttinga og aðrir frá sama tíma. Að gefnu tilefni hefur verið minnt á þau loforð sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir síðustu kosningar. Hin rauða atkvæðatafla sýnir svikin og það er átakanlegt upp á að horfa.