145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

opinber fjármál.

148. mál
[11:06]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel að við séum að stíga mjög stórt skref í áttina að því að geta búið til fjárlög í anda 21. aldarinnar með frumvarpi þessu um opinber fjármál. Sér í lagi vil ég benda á þá grein sem gerir það að verkum að fjárlögin verði að vera tiltæk á tölvulesanlegu formi sem gerir allan samanburð miklu auðveldari og miklu læsilegri og mun auðvelda til muna alla fjárlagagerð. Það hefur ekki verið hingað til. Í meginatriðum er ég mjög hlynnt frumvarpinu. Við hefðum átt að vera búin að gera þetta allt fyrir löngu.

Til hamingju með það.