145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT).

6. mál
[11:21]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með þeim hv. þingmanni sem talaði áðan og óska okkur til hamingju með að vera að fullgilda þessa bókun. Betra er seint en aldrei. Í því samhengi hvet ég sömuleiðis stjórnvöld og Alþingi til að fullgilda samning um réttindi fatlaðs fólks hið allra fyrsta. Við viljum standa okkur vel í mannréttindum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)