145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT).

6. mál
[11:23]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar að þakka hinu háa Alþingi fyrir að leiða þetta mál til lykta. Mér þykir þessi afgreiðsla hljóta að sanna að Alþingi er ekki ónýt stofnun eins og margir halda. Við getum gert góða hluti hér í mikilli samstöðu, jafnvel þótt frumkvæðið sé ekki endilega frá stjórnarmeirihlutanum.

Ég vil ekki bara óska hinu háa Alþingi og föngum landsins til hamingju með málið sjálft heldur einnig það hvernig Alþingi hefur farið með það. Það er til sóma og þegar við lítum til framtíðarinnar skulum við líta aftur til þessa tíma.