145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ákvörðun um þetta framlag er að sjálfsögðu tekin í góðri samvinnu við forstjóra Landspítalans. Tillaga heilbrigðisráðherra er að hafa þessa útfærslu því að eins og við vitum eru allt of mörg rúm á Landspítalanum bundin fyrir fólk sem á að vera á öðrum stað í heilbrigðiskerfinu. Ég spurði einmitt þessarar sömu spurningar á fundi í gær, spurði hvort úrræðin væru til staðar, hvort hægt væri að rýma Landspítalann fljótt og vel eins og lagt er til að gera. Svarið var já. Það er til plan sem er búið að vinna, að þessir peningar skili sér hratt og vel til þess að létta á Landspítalanum þannig að hann sé þá betur til þess fallinn (Forseti hringir.) að sinna hlutverki sínu sem þjóðarsjúkrahús.