145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst þingmaðurinn byrja á röngum enda. Fyrst ákveðum við fjárhagsrammann sem við gerum hér við 3. umr. fjárlaga. Innan þess fjárhagsramma gera hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra og stjórn Ríkisútvarpsins þjónustusamning. Þjónustusamningurinn verður að falla innan þess ramma sem fjárlögin fyrir 2016 kveða á um en ekki öfugt.