145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:06]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að árétta, því að þessi atkvæðagreiðsla kom svolítið óvænt upp á, að það er eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði áðan, Þróunarsamvinnustofnun Íslands var lögð niður í gær og þá þarf að sjálfsögðu að breyta forsendum fyrir fjárlagaliðnum sem Þróunarsamvinnustofnun var á til að stofnunin geti haldið áfram að starfa, ekki rétt? Breytingartillagan snýr einungis að nafnbreytingu og fjárlagaliðurinn breytist úr Þróunarsamvinnustofnun Íslands yfir í Almenn þróunarsamvinna. (KaJúl: Það má stundum …)