145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:49]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þjóðin stendur á miklum tímamótum í dag því að nú erum við að lögfesta samning um stöðugleikaframlag sem þessi ríkisstjórn gerði við kröfuhafana. Þetta eru farsæl málalok og það er gaman að vera þátttakandi í þessum merkisviðburði. Þetta er einnig í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem heildartekjur á rekstrargrunni fara yfir 1 þús. milljarða. Því erum við hér að greiða atkvæði um afar merkileg fjárlög.

Ég þakka góða samvinnu við hæstv. fjármálaráðherra og starfsmenn fjármálaráðuneytisins og ítreka jafnframt þakkir mínar til nefndarmanna í fjárlaganefnd. Við göngum glöð í bragði inn í jólafríið með þessi góðu fjárlög.