145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:53]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vek athygli á breytingartillögu minni hlutans sem felur í sér síðasta tækifærið til að tryggja að öryrkjar og aldraðir fái sömu hækkanir og aðrir samkvæmt kjarasamningum. Íslenskt samfélag er viðkvæmt, við erum að ná okkur aðeins upp eftir því sem næst allsherjarhrun. Það er ekki rétt leið til að auka samtakamátt og samstöðu í samfélaginu að auka á óréttlæti eða misskiptingu. Því er þveröfugt farið.