145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Sú tillaga sem við greiðum atkvæði um er í samræmi við fyrirheit hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra frá því fyrr á þessu ári um óbreytt útvarpsgjald og verðbætt. Ríkisútvarpið hefur gert allar sínar áætlanir í samræmi við þetta fyrirheit og það er með ólíkindum að hæstv. ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn hafi látið þetta mál reka á reiðanum allt árið og ekki gengið frá því fyrr en á síðasta þingdegi ársins. Það er merki um afar slæm vinnubrögð og ég tek undir það sem aðrir hafa sagt hér, hér er aðeins um aðför að Ríkisútvarpinu að ræða.