145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:17]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti er mjög snöggur í sínum atkvæðagreiðslum, en ég vildi í fyrsta lagi þakka fyrir atkvæðagreiðsluna um brtt. 692 varðandi úrskurðarnefnd upplýsingalaga. Ég er mjög ánægð með að ákveðið hafi verið að fallast á tillögu okkar um að hjálpa til við að skera niður þann mikla biðraðahala þar. Það er mjög brýnt að þeir fjölmiðlamenn sem hafa kallað eftir aðgengi að upplýsingum fái þær án þess að þurfa að bíða kannski í eitt eða tvö ár. Síðan skora ég á þingmenn varðandi þá tillögu sem við erum að greiða atkvæði um nú að samþykkja hana. Mér finnst gríðarlega mikilvægt að Ríkisútvarpið fái að vera sjálfstætt og mér finnst jafnframt mjög mikilvægt miðað við stöðuna og þær umræður sem hafa verið að eitthvað verði gert til að tryggja að RÚV þurfi ekki að vera undir pólitískum hæl stjórnvalda hverju sinni.