145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:20]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í dag er 19. desember og hér er verið að stýfa fé úr hnefa til Ríkisútvarpsins og ekki er enn búið að gera rekstraráætlun fyrir næsta ár. Við getum ekki stutt þessa ráðstöfun enda um einskiptisframlag að ræða. Við ætlum hins vegar ekki að greiða atkvæði gegn henni vegna þess að við erum sammála hæstv. menntamálaráðherra um að afmörkunin sem kemur fram í greinargerð með tillögunni um að þetta skuli fara til einhverra ákveðinna verkefna sé að engu hafandi og nákvæmlega jafn mikið að marka þann óskalista fjárlaganefndar og þegar sett voru fram fyrirmæli af hálfu sama meiri hluta um það hvernig hús Alþingis ættu að líta út.

Við sitjum þess vegna hjá við þessa afgreiðslu en leggjum áherslu á að í kjölfar þess að (Forseti hringir.) þjónustusamningur komi til umræðu í þinginu verði búið þannig um hnútana að Ríkisútvarpið búi við varanlega fjármögnun þannig að hægt sé að gera þar áætlanir til lengri tíma.