145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:31]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Í þessari lotu er lokaatlagan að því að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Hérna er lokatilraunin á þessu þingi til að bæta þessi kjör og hér sést hvaða hv. þingmenn vilja virkilega núna fara í þá vegferð að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Ég hvet hv. þingmenn til að segja já við þessari breytingu vegna þess að hún er réttlát og sanngjörn og er til þess að bæta kjör þeirra sem hvað höllustum fæti standa í þjóðfélaginu hér og nú.

Þess vegna segi ég já við þessari breytingartillögu.