145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:37]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við eftir hrun var ríkissjóður nærri gjaldþrota. Ríkisstjórn hennar tókst hið nánast ómögulega, að rétta ríkissjóð af og auka hér jöfnuð svo eftir var tekið. Hér hafði aukist ójöfnuður hraðar en annars staðar í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, (Gripið fram í: Sjálfstæðisflokkurinn …) en okkur tókst að snúa þeirri þróun við þrátt fyrir mjög erfiða stöðu ríkissjóðs.

Hæstv. forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skreytir sig gjarnan með fjöðrum Jóhönnu Sigurðardóttur. [Hlátur í þingsal.] Það er honum ekki til sóma þegar hann talar eins og að ríkisstjórn hans hafi aukið hér jöfnuð. Hún eykur þvert á móti ójöfnuðinn að nýju og nú er stjórnarmeirihlutinn að taka þá pólitísku ákvörðun að auka ójöfnuð á Íslandi.

Ég segi já, herra forseti, og vísa skömminni og ábyrgðinni á ríkisstjórn Íslands.